Góður árangur á fyrri degi MÍ 15-22 áraUMSE sendi 5 keppendur til þátttöku á MÍ 15-22 ára sem fram fer um helgina á Selfossi. Nú er fyrri keppnisdegi lokið og hafa krakkarnir staðið sig mjög vel.Guðmundur Smári Daníelsson sem keppir í 16-17 ára flokki varð í 1. sæti í sleggjukasti með kast upp á 48,75m, 1. sæti í kúluvarpi með kast upp á 13,31m, 4. sæti í stangarstökki með stökk upp á 3,20 og 3 í langstökki með stökk upp á 5,87m.Sveinborg Katla Daníelsdóttir sem keppir í 18-19 ára flokki varð í 1. sæti í 400 grind á tímanum 1,24,38, 2. sæti í sleggjukasti með kast upp á 28,34 m og 4 í stangarstökki en ...
Posted Jul 26, 2014, 4:01 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Fyrri keppnisdegi Bústólpamótsins frestaðVegna óviðráðanlegra ástæðna hefur fyrri keppnisdegi Bústólpamóts UMSE verið frestað til 19. júní. Skáning verður opin til kl. 22:00, 18. júní í keppnisgreinar þann dag.Seinni keppnisdagur er því orðinn sá fyrri og fer fram samkvæmt áætlun á Dalvíkurvelli, 12. júní. Skráningarfrestur fyrir þann keppnisdag færist til kl. 22:00 miðvikudaginn 11. júní.Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.Nánari Upplýsingar gefur skrifstofa UMSE
Posted Jun 9, 2014, 1:12 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Bústólpamót UMSE í frjálsíþróttumBústólpamót UMSE 2014 verður haldið þriðjudaginn 10. júní á Æskuvelli á Svalbarðseyri og 12. júní Dalvíkurvelli. Keppni hefst báða daganaklukkan. 17:30.Keppt verður í flokkum 9 ára og yngri, 10-11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára, 16-17 ára og karla og kvennaflokki. Keppnisgreinar á Æskuvelli 10. júní:9 ára og yngri: Boltakast, langstökk, 60 m, víðavangs –hindrunarhlaup.10-11 ára: Boltakast, langstökk, 60 m, víðavangs –hindrunarhlaup.12-13 ára: 60 m og hástökk.14-15 ára: 100 m og hástökk.16 ára og eldri:100 m og hástökk. Keppnisgreinar á Dalvíkurvelli 12. júní:12-13 ára: Kúluvarp og spjótkast.14-15 ára: Kúluvarp, spjótkast, kringlukast og sleggjukast.16 ára og eldri: Kúluvarp, spjótkast, kringlukast og ...
Posted Jun 4, 2014, 1:50 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
5 keppendur frá UMSE í úrvalshópi FRÍÁ nýbirtum lista yfir úrvalshópi FRÍ má finna fimm keppendur frá UMSE. Ný í úrvalshópi FRÍ er Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir en hún stökk yfir 1,58 m í hástökki á stórmóti ÍR þann 26. janúar síðastliðinn. Tveimur vikum fyrr, 11. janúar, stökk hún yfir 1,54 m á MÍ þar sem hún varð íslandsmeistari í flokki 15 ára stúlkna. Hinir fjórir keppendurnir úr UMSE sem eru í úrvalshópnum eru allir 16 ára (fæddir 1998). Júlíana Björk Gunnarsdóttir stökk yfir 2,75 m í stangarstökki, Svandís Erla Valdimarsdóttir varpaði 3 kg kúlu 10,38 m og Karl Vernharð Þorleifsson hefur kastað 600 gr spjóti 49,63 m, 700 gr spjóti 46,31 m og 800 gr spjóti 47,77. Síðastan má ...
Posted Feb 14, 2014, 10:32 AM by Unknown user
Góður árangur á MÍ 11-14 áraKeppendur UMSE náðu góðum árangri á Meistaramóti 11-14 ára
sem fram fór 8. og 9. febrúar í Reykjavík. Þrír íslandsmeistaratitlar náðust
en þeir Helgi Pétur Davíðsson, sem keppir í flokki 14 ára, og Viktor Hugi
Júlíusson, 13 ára, urðu Íslandsmeistarar, Helgi Pétur í tveimur greinum, í 60 m hlaupi, á tímanum
7,94 s, og 60 m grindarhlaupi á tímanum 9,69 s og Viktor Hugi í langstökki hvar hann stökk 5,17 m. Einnig varð Helgi
Pétur í 3. sæti í kúluvarpi en þar varpaði hann kúlunni 10,05 m.
Viktor Hugi hlaut brons í hástökki en þar fór hann yfir 1,46 m og síðan hlaut
hann silfur í 60 m hlaupi en þar var hann aðeins ...
Posted Feb 9, 2014, 1:13 PM by Unknown user