Á uppskeruhátíð frjálsíþróttadeildar UMSE, sem haldin var í Dalvíkurskóla 22. september, voru ýmsar viðurkenningar veittar. Stigakeppnina á aldursflokkamóti UMSE unnu Samherjar í Eyjafjarðarsveit og má hér sjá fulltrúa þeirra, Guðbjörgu Ósk, Sveinborgu Kötlu og Guðmund Smára, taka við stigabikarnum fyrir það afrek. Helgi Pétur Davíðsson, umf. Smáranum, hlaut viðurkenningu fyrir afrek ársins en hann setti íslandsmet í 60 m grindahlaupi og tekur hann hér við viðurkenningu úr hendi Guðrúnar Óskar Sigurðardóttur. Bætingu ársins átti Guðmundur Smári Daníelsson, umf. Samherjum, en hann bætti sig mikið í öllum sínum greinum. Júlíana Björk Gunnarsdóttir, umf. Svarfdælum, átti afrek ársins hjá stúlkunum en hún varð Íslandsmeistari í stangarstökki og bætti sig um leið og tekur hún hér við bikar því til staðfestingar. Bætingu ársins á Steinunn Erla Davíðsdóttir, umf. Smáranum, en hún bætti sig í öllum þeim hlaupagreinum sem hún keppir í. Hvatningarverðlaun hlutu að þessu sinni Hulda Kristín Smáranum , Stefanía Sigurdís Samherjum og Guðbjörg Ósk Samherjum. Einnig voru veitt verðlaun stigahæstu einstaklingum á Aldursflokkamótinu. Guðfinna Eir, Guðmundur Smári og Helgi Pétur (jafnir) í flokki 12-15 ára og í flokki 16 ára og eldri Hermann Sæmundsson og Guðbjörg Ósk. Hér má sjá hópmynd af verðlaunahöfum.
|
Blogg >