Blogg‎ > ‎

Viðurkenningar á uppskeruhátíð

posted Oct 1, 2013, 1:31 AM by Unknown user   [ updated Oct 2, 2013, 1:37 PM ]
Á uppskeruhátíð frjálsíþróttadeildar UMSE, sem haldin var í Dalvíkurskóla 22. september, voru ýmsar viðurkenningar veittar.

Stigakeppnina á aldursflokkamóti UMSE unnu Samherjar í Eyjafjarðarsveit og má hér sjá fulltrúa þeirra, Guðbjörgu Ósk, Sveinborgu Kötlu og Guðmund Smára, taka við stigabikarnum fyrir það afrek.
Samherjar sigurvegarar í stigakeppni aldursflokkamótsins

Helgi Pétur Davíðsson, umf. Smáranum, hlaut viðurkenningu fyrir afrek ársins en hann setti íslandsmet í 60 m grindahlaupi og tekur hann hér við viðurkenningu úr hendi Guðrúnar Óskar Sigurðardóttur.
Helgi Pétur Davíðsson, Afrek ársins

Bætingu ársins átti Guðmundur Smári Daníelsson, umf. Samherjum, en hann bætti sig mikið í öllum sínum greinum.
Guðmundur Smári Daníelsson, bæting ársins

Júlíana Björk Gunnarsdóttir, umf. Svarfdælum, átti afrek ársins hjá stúlkunum en hún varð Íslandsmeistari í stangarstökki og bætti sig um leið og tekur hún hér við bikar því til staðfestingar.
Júlíana Björk Gunnarsdóttir, Afrek ársins

Bætingu ársins á Steinunn Erla Davíðsdóttir, umf. Smáranum, en hún bætti sig í öllum þeim hlaupagreinum sem hún keppir í.
Steinunn Erla Davíðsdóttir, bæting ársins

Hvatningarverðlaun hlutu að þessu sinni  Hulda Kristín Smáranum , Stefanía Sigurdís Samherjum og Guðbjörg Ósk Samherjum.
Einnig voru veitt verðlaun stigahæstu einstaklingum á Aldursflokkamótinu. Guðfinna Eir, Guðmundur Smári og Helgi Pétur (jafnir) í flokki 12-15 ára og í flokki 16 ára og eldri Hermann Sæmundsson og Guðbjörg Ósk.

Hér má sjá hópmynd af verðlaunahöfum.
Verðlaunahafar á uppskeruhátíð UMSE
Aftast standa Helgi Pétur og Guðmundur Smári, í miðröð Júlíana Björk, Steinunn Erla og Sveinborg Katla en fremstar eru Guðfinna Eir og Guðbjörg Ósk.

Comments