Blogg‎ > ‎

Stórmót ÍR - seinni dagur

posted Jan 27, 2013, 11:54 AM by Unknown user   [ updated Jan 27, 2013, 12:00 PM ]
Afar góður árangur keppenda UMSE á seinni degi stórmótsins. Agneza Kryziu vann hástökkskeppni 14 ára stúlkna og fór hún yfir 1,47 m. Í flokki 16-17 hlaut Ólöf Rún Júlíusdóttir bornsverðlaun í stangarstökki en hún stökk yfir 2,50 m, yfir sömu hæð fór Júlíana Björk Gunnarsdóttir sem keppti í flokki 15 ára og hlaut að launum silfurverðlaun. Sveinborg Katla Daníelsdóttir keppti í kvennaflokki í stönginni og fékk silfurverðlaun en hún stökk 2,80 m. Guðmundur Smári Daníelsson sigraði í þrístökki í flokki 15 ára og stökk 11,05 og einnig hlaut hann silfur í stöng en hann fór yfir 2,60 m.


Comments