Blogg‎ > ‎

Stórmót ÍR - fyrri dagur

posted Jan 27, 2013, 2:07 AM by Unknown user
Ágætis árangur hjá UMSE-keppendum á fyrri degi stórmóts ÍR. Katrín Ólafsdóttir hljóp 60 m á 8,64 sek. og náði öðru sæti í flokki 13 ára stúlkna en hún hlaut einnig bronsverðlaun í langstökki með stökki uppá 4,19 m. Guðmundur Smári Daníelsson varpaði kúlu 12,21 m og hlaut fyrir bronsverðlaun í flokki 15 ára. Kristján Godsk Rögnvaldsson fékk silfur í 800 m hlaupi á tímanum 1:56,79.


Comments