Helgina 26.-27. janúar n.k. verður Stórmót ÍR haldið í Frjálsíþróttahöllinni, Laugardal. Keppt verður í öllum flokkum, þ.e. 10 ára og yngri, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16-17 ára og 18 ára og eldri. Nánari upplýsingar um hvaða greinar eru í boði má sjá á heimasíðu mótsins. Farin verður hópferð á mótið og er áætlaður kostnaður (fyrir utan mótsgjöld) 8000-10000. Skráningar þurfa að berast frjálsíþróttanefnd UMSE fyrir miðnætti sunnudagskvöldið 20. janúar á netfangið frjalsar (hjá) umse.is |
Blogg >