Sú hugmynd hefur kvikknað hjá nokkrum aðilum að taka þátt í Silfurleikum ÍR sem fram fara 16. nóvember. Ef næg þátttaka er fyrir hendi er möguleiki á því að standa fyrir skipulagðri rútuferð og gistingu fyrir krakkanna. Skráningarfrestur í mótið er til kl. 20:00 á mánudagskvöld og því þarf að hafa hraðar hendur. Hér fyrir neðan eru drög að tímaseðli mótsins. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofuna eða formann frjálsíþróttanefndar ef spurningar vakna. |
Blogg >