Nýársmót UMSE verður haldið í íþróttahúsinu á Dalvík laugardaginn 12. janúar og hefst kl. 10:30. Keppt verður í Hástökki, langstökki og þrístökki án atrennu, kúluvarpi og 60 m hlaupi. Einnig er þrautabraut í boði fyrir 9 ára og yngri. Skráningar í mótaforriti FRÍ og lýkur skráningu föstudagskvöldið 11. janúar kl. 20:00. UMSE og UFA halda æfingabúðir á Dalvík 12.-13. janúar og hefjast þær að loknu Nýársmóti UMSE. Búðirnar eru ætlaðar iðkendum 11 ára og eldri. Dagskrá helgarinnar á Dalvík er: Laugardagur: 10:00 mæting í grunnskólanum 10:30-14:00 Nýjársmót UMSE, keppnisgreinar: Hástökk, langstökk, þrístökk, kúluvarp, spretthlaup 14:00 Hressing (kaffi) 15:00-17:00 Æfing 18:00 Kvöldmatur 19:00 Fyrirlestur 20:00 Kvöldvaka - Kvöldhressing Sunnudagur 8:00 Ræs og morgunmatur 9:00-11:30 Æfing 12:00 Hádegismatur 13:00-15:00 Æfing-ávextir 15:00-16:00 sundferð Tilkynningar um þátttöku má senda á frjalsar@umse.is |
Blogg >