Innahústímabilið er nýhafið, Nýjársmót UMSE var haldið á Dalvík um síðustu helgi og í Reykjavík var MÍ í fjölþrautum. Framundan eru mörg mót, Reykjavík International Games eru um næstu helgi og mun UMSE að öllum líkindum eiga tvo þátttakendur þar. Stórmót ÍR er 26. og 27. janúar og helgina eftir verður MÍ 15-22 ára, næstu helgi þar á eftir, 9. -10. febrúar er MÍ aðalhluti og 16.-17. febrúar er bikarkeppni FRÍ. Síðustu helgi febrúar verður síðan MÍ 11-14 ára haldið syðra. |
Blogg >