Blogg‎ > ‎

MÍ 11-14 ára - upplýsingar til keppenda

posted Feb 2, 2014, 1:16 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Að venju verður rútuferð á MÍ 11-14 ára sem fram fer um næstu helgi. 
Reiknað er með brottför kl. 16:00 á föstudag frá Boganum á Akureyri (tilkynnt hér ef breytist).
Gist verður í félagsmiðstöð í Reykjavík. Boðið verður upp á morgunverð og vallarnesti fyrir þátttakendur. Einnig verður kvöldverður á laugardagskvöldið og á leiðinni heim á sunnudag. Mikilvægt er að allir hafi meðferðis eitthvað nesti.
Keppendur greiða 10.000.- fyrir ferðina.

Ef frekari upplýsinga er óskað er hægt að hafa samband við Þorgerði, formann frjálsíþróttanefndar eða Steina, framkvæmdastjóra UMSE.
Comments