Blogg‎ > ‎

MÍ 11-14 ára - frekari upplýsingar

posted Feb 21, 2013, 2:08 AM by Unknown user
Lagt verður af stað suður föstudaginn 22. febrúar og er mæting við Bogann kl. 15:45 og lagt af stað 16:15. Kostnaður er 10.000 kr og er rúta, vallarnesti, matur á laugardagskvöldi og á leiðinni heim, skráningargjöld og sundferð innifalið. Krakkarnir þurfa að nesta sig sjálf á leið suður. Þau þurfa að taka með sér dýnu og rúmföt. Þau sem eiga ekki keppnisgalla eða gaddaskó geta fengið þá lánaða, þá væri gott fyrir þá krakka að mæta aðeins fyrr á föstudaginn eða um 15:30. Ef einhverjir foreldrar ætla með þá þarf að láta vita í dag í síma: 868-3820.
Comments