Blogg‎ > ‎

MÍ 11-14 ára

posted Feb 27, 2013, 2:30 PM by Unknown user
Um síðastliðna helgi var haldið Meistaramót 11-14 ára innanhúss í Laugardalshöllinni. UMSE sendi að sjálfsögðu keppendur og náðu fimm þeirra á pall!

Viktor Hugi Júlíusson hlaut silfur í 60 m hlaupi á tímanum 8,76 og brons í langstökki með stökki uppá 4,50 m í flokki 12 ára pilta

Katrín Ólafsdóttir hlaut silfur í 60 m hlaupi á tímanum 8,79 í flokki 13 ára stúlkna

Freyja Vignisdóttir hlaut brons í 60 m hlaupi á tímanum 8,92 í flokki 13 ára stúlkna

Helgi Pétur Davíðsson hlaut brons í 60 m hlaupi á tímanum 8,68 í flokki 13 ára drengja

Agnesa Kryziu hlaut brons í hástökki, stökk yfir 1,41 og silfur í langstökki með stökki uppá 4,60 m í flokki 14 ára stúlkna.

Comments