UMSE hafnaði í 7. sæti í frjálsíþróttakeppni Landsmóts UMFÍ sem haldið var á Selfossi um helgina og verður það að teljast viðunandi árangur en frjálsíþróttalið okkar var að þessu sinni aðeins skipað fjórum einstaklingum. Steinunn Erla Davíðsdóttir fékk brons í 200 m hlaupi og hljóp einnig í úrslitum 100 metra hlaupsins. Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir keppti í spjótkasti og lenti þar í 5. sæti auk þess sem hún keppti í 100 m hlaupi og 100 m grindarhlaupi og náði 7. sæti í langstökki kvenna. Sveinborg Katla Daníelsdóttir fékk brons í stangarstökki og keppti auk þess í 100 m grindarhlaupi, kringlukasti og sleggjukasti. Myndin hér að neðan sýnir Sveinborgu á palli með bronsverðlaunin í stangarstökkinu. Guðmundur Smári Daníelsson hlaut bronsverðlaun í spjótkasti og keppti auk þess í sleggjukasti, stangarstökki, þrístökki og langstökki. Á myndinni hér að neðan má sjá Guðmund Smára stökkva langstökk. Þrátt fyrir vætu á köflum létu keppendur UMSE það ekkert á sig fá og er það ágætis árangur hjá fjórum keppendum að safna 59 stigum fyrir félagið en UMSE hafnaði í 10. sæti með alls 247,5 stig. |
Blogg >