Árangur keppenda UMSE var góður á seinni degi Meistaramótsins. Júlíana Björk Gunnarsdóttir varð Íslandsmeistari í stangarstökki 15 ára stúlkna er hún stökk yfir 2,75 m. Ólöf Rún Júlíusdóttir hlaut bronsverðlaun í sömu grein í flokki 16-17 ára stúlkna en hún fór yfir 2,50 m. Guðmundur Smári Daníelsson átti góðan dag, varð Íslandsmeistari í þrístökki með stökki uppá 11,30, fékk bronsverðlaun í 60 m grindahlaupi á tímanum 9,61 s. og silfurverðlaun í stangarstökki er hann fór yfir 3,00 m en hann keppir í flokki 15 ára pilta. Sveinborg Daníelsdóttir fékk silfur í stangarstökki 18-19 ára stúlkna en hún fór yfir 2,90 m. Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir fékk brons í 60 m grindahlaupi 16-17 ára stúlkna á tímanum 9,38 s. Að lokum fékk sveit UMSE í flokki 15 ára stúlkna silfur í 4 x 200 m hlaup á tímanum 2:04,35. |
Blogg >