Keppendur UMSE náðu góðum árangri á Meistaramóti 11-14 ára sem fram fór 8. og 9. febrúar í Reykjavík. Þrír íslandsmeistaratitlar náðust en þeir Helgi Pétur Davíðsson, sem keppir í flokki 14 ára, og Viktor Hugi Júlíusson, 13 ára, urðu Íslandsmeistarar, Helgi Pétur í tveimur greinum, í 60 m hlaupi, á tímanum 7,94 s, og 60 m grindarhlaupi á tímanum 9,69 s og Viktor Hugi í langstökki hvar hann stökk 5,17 m. Einnig varð Helgi Pétur í 3. sæti í kúluvarpi en þar varpaði hann kúlunni 10,05 m. Viktor Hugi hlaut brons í hástökki en þar fór hann yfir 1,46 m og síðan hlaut hann silfur í 60 m hlaupi en þar var hann aðeins 1/100 úr sekúndu á eftir sigurvegaranum. Í flokki 14 ára stúlkna fékk Katrín Ólafsdóttir brons í langstökki en hún stökk lengst 4,55m. Fleiri keppendur átti UMSE á mótinu sem náðu góðum árangri en öll úrslit á mótinu má sjá í mótaforriti FRÍ. |
Blogg >