Blogg‎ > ‎

Góður árangur á fyrri degi MÍ 15-22 ára

posted Jul 26, 2014, 4:01 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
UMSE sendi 5 keppendur til þátttöku á MÍ 15-22 ára sem fram fer um helgina á Selfossi. Nú er fyrri keppnisdegi lokið og hafa krakkarnir staðið sig mjög vel.

Guðmundur Smári Daníelsson sem keppir í 16-17 ára flokki varð í 1. sæti í sleggjukasti með kast upp á 48,75m, 1. sæti í kúluvarpi með kast upp á 13,31m, 4. sæti í stangarstökki með stökk upp á 3,20 og 3 í langstökki með stökk upp á 5,87m.

Sveinborg Katla Daníelsdóttir sem keppir í 18-19 ára flokki varð í 1. sæti í 400 grind  á tímanum 1,24,38, 2. sæti í sleggjukasti með kast upp á 28,34 m og 4 í stangarstökki en hún stökk 3m.

Júlíana Björk Gunnarsdóttir sem keppir í 16-17 ára flokki  varð í 2-3 sæti í stangarstökki en hún stökk 2,60m.

Karl Vernharð Þorleifsson sem keppir í 16-17 ára flokki varð í 5. sæti í kúluvarpi með kast upp á 13.31m.

Á morgun mun Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir einnig bætast við hópinn og vonandi verður morgun dagurinn jafn góðu hjá þessu flotta íþróttafólki.

Síðustu helgi þá átti UMSE einn keppanda á MÍ í fjölþraut í 16-17 ára flokki, Guðmund Smára Daníelsson og hann gerði sér lítið fyrir og vann þrautina með 5633 stig. Hann átti bætingu í 6 greinum af 10.

Nánari úrslit má finna á Mótaforrit FRÍ mot.fri.is

Comments