Blogg‎ > ‎

Fyrri keppnisdegi Bústólpamótsins frestað

posted Jun 9, 2014, 1:12 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Vegna óviðráðanlegra ástæðna hefur fyrri keppnisdegi Bústólpamóts UMSE verið frestað til 19. júní. Skáning verður opin til kl. 22:00, 18. júní í keppnisgreinar þann dag.
Seinni keppnisdagur er því orðinn sá fyrri og fer fram samkvæmt áætlun á Dalvíkurvelli, 12. júní. Skráningarfrestur fyrir þann keppnisdag færist til kl. 22:00 miðvikudaginn 11. júní.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Nánari Upplýsingar gefur skrifstofa UMSE
Comments