Afrakstur UMSE-keppenda eftir fyrri dag MÍ var eftirfarandi: tvö silfur og 4 brons. Aþena Marey Jónsdóttir hlaut bronsverðlaun í 60 m hlaupi í 15 ára flokki, tími hennar var: 8,63 sek. Steinunn Erla Davíðsdóttir varð í öðru sæti í 60 m hlaupi í flokki ungkvenna, 20-22 ára, tími hennar: 8,01 sek. Guðmundur Smári Daníelsson hlaut tvö brons, í kúluvarpi með árangrinum 11,98 m og í langstökki hvar hann stökk 5,33 m. Oddrún Marteinsdóttir varð í þriðja sæti í 800 m hlaupi í flokki 15 ára stúlkna á tímanum: 3:09,26. Sveinborg Katla Daníelsdóttir varð í öðru sæti í kúluvarpi í flokki 18-19 ára stúlkna er hún varpaði kúlunni 7,37 m. |
Blogg >