Ekki eignaðist UMSE Íslandsmeistara á seinni degi Meistaramótsins en fern verðlaun náðust í hús. Guðmundur Smári Daníelsson bætti í verðlaunasafnið með því að ná 3. sæti í þrístökki með stökki uppá 11,79 m og sömuleiðis 3. sæti í stangarstökki en þar stökk hann yfir 3,10 m. Alls vann því Guðmundur Smári til þrennra verðlauna á mótinu! Guðmundur Smári keppir í flokki 16-17 ára pilta. Sveinborg Katla Daníelsdóttir hlaut silfurverðlaun í flokki 18-19 ára stúlkna í 60 m grindarhlaupi á tímanum 11,03 s. Júlíana Björk Gunnarsdóttir fékk bronsverðlaun í stangarstökki í flokki 16-17 ára stúlkna með stökki yfir 2,55 m. |
Blogg >