Blogg‎ > ‎

Bústólpamót UMSE í frjálsíþróttum

posted Jun 4, 2014, 1:50 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Bústólpamót UMSE 2014 verður haldið þriðjudaginn 10. júní á Æskuvelli á Svalbarðseyri og 12. júní Dalvíkurvelli. Keppni hefst báða dagana
klukkan. 17:30.

Keppt verður í flokkum 9 ára og yngri, 10-11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára, 16-17 ára og karla og kvennaflokki.

 

Keppnisgreinar á Æskuvelli 10. júní:

9 ára og yngri: Boltakast, langstökk, 60 m, víðavangs –hindrunarhlaup.

10-11 ára: Boltakast, langstökk, 60 m, víðavangs –hindrunarhlaup.

12-13 ára: 60 m og hástökk.

14-15 ára: 100 m og hástökk.

16 ára og eldri:100 m og hástökk.

 

Keppnisgreinar á Dalvíkurvelli 12. júní:

12-13 ára: Kúluvarp og spjótkast.

14-15 ára: Kúluvarp, spjótkast, kringlukast og sleggjukast.

16 ára og eldri: Kúluvarp, spjótkast, kringlukast og sleggjukast.

 

Fyrirkomulag, verðlaun og þáttökugjöld:

Keppni í flokkum 11 ára og yngri verður eingöngu á Æskuvelli á Svalbarðseyri.

Ekki verða undanrásir í hlaupum. Besti tími gildir til verðlauna. Það verða 4 umferðir í köstum.

Veitt verða verðlaun fyrir þátttöku í öllum flokkum.

Skráning fer fram á mótaforriti FRÍ og eru þjálfarar og forráðamenn félaganna beðnir um að skrá keppendur sína þar. Skráningu lýkur mánudaginn 9. júní klukkan 22:00. Drög að tímaseðli verða birt við opnun skráningar. Endanlegur tímaseðill verður birtur kl. 12:00 á keppnisdegi.

Þátttökugjald er 1.500.- kr. fyrir 11 ára og yngri og 2.000.- kr. fyrir 12 -13 ára og 2.500.- fyrir 14 ára og eldri.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta á mótinu,

Með bestu kveðju,

Frjálsíþróttanefnd UMSE.

Comments