Fyrri hluti bústólpamóts UMSE fór fram í kvöld. Þátttaka var dræm en veðrið lék við keppendur þó ekki næðist löglegur árangur í spretthlaupum vegna of mikils meðvinds. Keppt var í boltakasti hjá yngstu þátttakendunum og að keppni lokinni fengu allir 9 ára og yngri UMSE-buff sem viðurkenningu. Einnig kepptu 9 ára og yngri í 60 m hlaupi og það gerðu sömuleiðis 10-11 ára þátttakendurnir. Í flokki 12-13 ára var keppt í hástökki og 60 m hlaupi og á myndinni hér að neðan má sjá Helga Pétur Davíðsson koma á undan Sævari Gylfasyni í mark. Í 14-15 ára flokki og hjá 16 ára og eldri var keppt í 100 m hlaupi og hástökki. Hér stekkur Einar Hákon Jónsson í hástökkinu. Í 100 m hlaupi kvenna náðist ágætur árangur en þar var Steinunn Erla Davíðsdóttir í fyrsta sæti á tímanum 12,70 en meðvindur var 4,60 m/sek. |
Blogg >