Blogg‎ > ‎

5 keppendur frá UMSE í úrvalshópi FRÍ

posted Feb 14, 2014, 10:32 AM by Unknown user
Á nýbirtum lista yfir úrvalshópi FRÍ má finna fimm keppendur frá UMSE. Ný í úrvalshópi FRÍ er Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir en hún stökk yfir 1,58 m í hástökki á stórmóti ÍR þann 26. janúar síðastliðinn. Tveimur vikum fyrr, 11. janúar, stökk hún yfir 1,54 m á MÍ þar sem hún varð íslandsmeistari í flokki 15 ára stúlkna. 
Hinir fjórir keppendurnir úr UMSE sem eru í úrvalshópnum eru allir 16 ára (fæddir 1998). Júlíana Björk Gunnarsdóttir stökk yfir 2,75 m í stangarstökki, Svandís Erla Valdimarsdóttir varpaði 3 kg kúlu 10,38 m og Karl Vernharð Þorleifsson hefur kastað 600 gr spjóti 49,63 m, 700 gr spjóti 46,31 m og 800 gr spjóti 47,77. Síðastan má svo nefna Guðmund Smára Daníelsson en árangur hans í þremur ólíkum greinum tryggja honum sæti í úrvalshópnum. Guðmundur Smári hljóp 100 m grindarhlaup (84 cm grindur) á 15,05 sek og kastaði spjóti 48,45 m (600 gr), 46,18 (700 gr) og 46,00 (800 gr). Bestum árangri náði Guðmundur vafalítið í sleggjukasti en hann kastaði 4 kg sleggju 55,93 m og 5 kg sleggju 47,46 m. Sleggjukastsárangur Guðmundar Smára með 4 kg sleggjuna gefur 1173 stig skv. unglingastigatöflu FRÍ sem er alveg glæsilegur árangur. Á þessu má sjá að Guðmundur Smári er fjölhæfur íþróttamaður en síðuhaldari hefur því miður ekki mynd af honum í sleggjukasti en hér að neðan má sjá hann stökkva langstökk á landsmóti UMFÍ á Selfossi síðasta sumar!


Comments