Blogg

Góður árangur á fyrri degi MÍ 15-22 ára

posted Jul 26, 2014, 4:01 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

UMSE sendi 5 keppendur til þátttöku á MÍ 15-22 ára sem fram fer um helgina á Selfossi. Nú er fyrri keppnisdegi lokið og hafa krakkarnir staðið sig mjög vel.

Guðmundur Smári Daníelsson sem keppir í 16-17 ára flokki varð í 1. sæti í sleggjukasti með kast upp á 48,75m, 1. sæti í kúluvarpi með kast upp á 13,31m, 4. sæti í stangarstökki með stökk upp á 3,20 og 3 í langstökki með stökk upp á 5,87m.

Sveinborg Katla Daníelsdóttir sem keppir í 18-19 ára flokki varð í 1. sæti í 400 grind  á tímanum 1,24,38, 2. sæti í sleggjukasti með kast upp á 28,34 m og 4 í stangarstökki en hún stökk 3m.

Júlíana Björk Gunnarsdóttir sem keppir í 16-17 ára flokki  varð í 2-3 sæti í stangarstökki en hún stökk 2,60m.

Karl Vernharð Þorleifsson sem keppir í 16-17 ára flokki varð í 5. sæti í kúluvarpi með kast upp á 13.31m.

Á morgun mun Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir einnig bætast við hópinn og vonandi verður morgun dagurinn jafn góðu hjá þessu flotta íþróttafólki.

Síðustu helgi þá átti UMSE einn keppanda á MÍ í fjölþraut í 16-17 ára flokki, Guðmund Smára Daníelsson og hann gerði sér lítið fyrir og vann þrautina með 5633 stig. Hann átti bætingu í 6 greinum af 10.

Nánari úrslit má finna á Mótaforrit FRÍ mot.fri.is

Fyrri keppnisdegi Bústólpamótsins frestað

posted Jun 9, 2014, 1:12 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Vegna óviðráðanlegra ástæðna hefur fyrri keppnisdegi Bústólpamóts UMSE verið frestað til 19. júní. Skáning verður opin til kl. 22:00, 18. júní í keppnisgreinar þann dag.
Seinni keppnisdagur er því orðinn sá fyrri og fer fram samkvæmt áætlun á Dalvíkurvelli, 12. júní. Skráningarfrestur fyrir þann keppnisdag færist til kl. 22:00 miðvikudaginn 11. júní.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Nánari Upplýsingar gefur skrifstofa UMSE

Bústólpamót UMSE í frjálsíþróttum

posted Jun 4, 2014, 1:50 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Bústólpamót UMSE 2014 verður haldið þriðjudaginn 10. júní á Æskuvelli á Svalbarðseyri og 12. júní Dalvíkurvelli. Keppni hefst báða dagana
klukkan. 17:30.

Keppt verður í flokkum 9 ára og yngri, 10-11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára, 16-17 ára og karla og kvennaflokki.

 

Keppnisgreinar á Æskuvelli 10. júní:

9 ára og yngri: Boltakast, langstökk, 60 m, víðavangs –hindrunarhlaup.

10-11 ára: Boltakast, langstökk, 60 m, víðavangs –hindrunarhlaup.

12-13 ára: 60 m og hástökk.

14-15 ára: 100 m og hástökk.

16 ára og eldri:100 m og hástökk.

 

Keppnisgreinar á Dalvíkurvelli 12. júní:

12-13 ára: Kúluvarp og spjótkast.

14-15 ára: Kúluvarp, spjótkast, kringlukast og sleggjukast.

16 ára og eldri: Kúluvarp, spjótkast, kringlukast og sleggjukast.

 

Fyrirkomulag, verðlaun og þáttökugjöld:

Keppni í flokkum 11 ára og yngri verður eingöngu á Æskuvelli á Svalbarðseyri.

Ekki verða undanrásir í hlaupum. Besti tími gildir til verðlauna. Það verða 4 umferðir í köstum.

Veitt verða verðlaun fyrir þátttöku í öllum flokkum.

Skráning fer fram á mótaforriti FRÍ og eru þjálfarar og forráðamenn félaganna beðnir um að skrá keppendur sína þar. Skráningu lýkur mánudaginn 9. júní klukkan 22:00. Drög að tímaseðli verða birt við opnun skráningar. Endanlegur tímaseðill verður birtur kl. 12:00 á keppnisdegi.

Þátttökugjald er 1.500.- kr. fyrir 11 ára og yngri og 2.000.- kr. fyrir 12 -13 ára og 2.500.- fyrir 14 ára og eldri.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta á mótinu,

Með bestu kveðju,

Frjálsíþróttanefnd UMSE.

5 keppendur frá UMSE í úrvalshópi FRÍ

posted Feb 14, 2014, 10:32 AM by Unknown user

Á nýbirtum lista yfir úrvalshópi FRÍ má finna fimm keppendur frá UMSE. Ný í úrvalshópi FRÍ er Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir en hún stökk yfir 1,58 m í hástökki á stórmóti ÍR þann 26. janúar síðastliðinn. Tveimur vikum fyrr, 11. janúar, stökk hún yfir 1,54 m á MÍ þar sem hún varð íslandsmeistari í flokki 15 ára stúlkna. 
Hinir fjórir keppendurnir úr UMSE sem eru í úrvalshópnum eru allir 16 ára (fæddir 1998). Júlíana Björk Gunnarsdóttir stökk yfir 2,75 m í stangarstökki, Svandís Erla Valdimarsdóttir varpaði 3 kg kúlu 10,38 m og Karl Vernharð Þorleifsson hefur kastað 600 gr spjóti 49,63 m, 700 gr spjóti 46,31 m og 800 gr spjóti 47,77. Síðastan má svo nefna Guðmund Smára Daníelsson en árangur hans í þremur ólíkum greinum tryggja honum sæti í úrvalshópnum. Guðmundur Smári hljóp 100 m grindarhlaup (84 cm grindur) á 15,05 sek og kastaði spjóti 48,45 m (600 gr), 46,18 (700 gr) og 46,00 (800 gr). Bestum árangri náði Guðmundur vafalítið í sleggjukasti en hann kastaði 4 kg sleggju 55,93 m og 5 kg sleggju 47,46 m. Sleggjukastsárangur Guðmundar Smára með 4 kg sleggjuna gefur 1173 stig skv. unglingastigatöflu FRÍ sem er alveg glæsilegur árangur. Á þessu má sjá að Guðmundur Smári er fjölhæfur íþróttamaður en síðuhaldari hefur því miður ekki mynd af honum í sleggjukasti en hér að neðan má sjá hann stökkva langstökk á landsmóti UMFÍ á Selfossi síðasta sumar!


Góður árangur á MÍ 11-14 ára

posted Feb 9, 2014, 6:18 AM by Unknown user   [ updated Feb 9, 2014, 1:13 PM ]

Keppendur UMSE náðu góðum árangri á Meistaramóti 11-14 ára sem fram fór 8. og 9. febrúar í Reykjavík. Þrír íslandsmeistaratitlar náðust en þeir Helgi Pétur Davíðsson, sem keppir í flokki 14 ára,  og Viktor Hugi Júlíusson, 13 ára, urðu Íslandsmeistarar, Helgi Pétur í tveimur greinum, í 60 m hlaupi, á tímanum 7,94 s, og 60 m grindarhlaupi á tímanum 9,69 s og Viktor Hugi í langstökki hvar hann stökk 5,17 m. Einnig varð Helgi Pétur í 3. sæti í kúluvarpi en þar varpaði hann kúlunni 10,05 m. Viktor Hugi hlaut brons í hástökki en þar fór hann yfir 1,46 m og síðan hlaut hann silfur í 60 m hlaupi en þar var hann aðeins 1/100 úr sekúndu á eftir sigurvegaranum. Í flokki 14 ára stúlkna fékk Katrín Ólafsdóttir brons í langstökki en hún stökk lengst 4,55m. Fleiri keppendur átti UMSE á mótinu sem náðu góðum árangri en öll úrslit á mótinu má sjá í mótaforriti FRÍ.

MÍ 11-14 ára - upplýsingar til keppenda

posted Feb 2, 2014, 1:16 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Að venju verður rútuferð á MÍ 11-14 ára sem fram fer um næstu helgi. 
Reiknað er með brottför kl. 16:00 á föstudag frá Boganum á Akureyri (tilkynnt hér ef breytist).
Gist verður í félagsmiðstöð í Reykjavík. Boðið verður upp á morgunverð og vallarnesti fyrir þátttakendur. Einnig verður kvöldverður á laugardagskvöldið og á leiðinni heim á sunnudag. Mikilvægt er að allir hafi meðferðis eitthvað nesti.
Keppendur greiða 10.000.- fyrir ferðina.

Ef frekari upplýsinga er óskað er hægt að hafa samband við Þorgerði, formann frjálsíþróttanefndar eða Steina, framkvæmdastjóra UMSE.

Stórmót ÍR - upplýsingar til keppenda

posted Jan 17, 2014, 1:58 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Stórmót ÍR fer fram í Laugardalshöll 25. og 26. janúar.
Farið verður með rútu til Reykjavíkur föstudaginn, 24. jan. og gist á Hótel Cabin.
Gjald fyrir Rútuna er 7.000.- á mann og fyrir gistinguna í tvær nætur 5.800.-(morgunverður innifalinn).
Keppendur þurfa sjálfir að sjá um annað fæði í ferðinni.
Skráningarfrestur er á mótið er til miðnættis laugardaginn 18. janúar.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri UMSE (868-3820 umse@umse.is) eða Þorgerður formaður frjálsíþróttanefndar (660-2953 frjalsar@umse.is).

Fern verðlaun á seinni degi MÍ 15-22 ára

posted Jan 13, 2014, 1:23 AM by Unknown user

Ekki eignaðist UMSE Íslandsmeistara á seinni degi Meistaramótsins en fern verðlaun náðust í hús. Guðmundur Smári Daníelsson bætti í verðlaunasafnið með því að ná 3. sæti í þrístökki með stökki uppá 11,79 m og sömuleiðis 3. sæti í stangarstökki en þar stökk hann yfir 3,10 m. Alls vann því Guðmundur Smári til þrennra verðlauna á mótinu! Guðmundur Smári keppir í flokki 16-17 ára pilta.
Sveinborg Katla Daníelsdóttir hlaut silfurverðlaun í flokki 18-19 ára stúlkna í 60 m grindarhlaupi á tímanum 11,03 s.
Júlíana Björk Gunnarsdóttir fékk bronsverðlaun í stangarstökki í flokki 16-17 ára stúlkna með stökki yfir 2,55 m.

1 gull og 1 silfur á fyrri degi MÍ 15-22 ára

posted Jan 11, 2014, 10:58 AM by Unknown user

Á fyrri degi MÍ 15-22 ára í Laugardalshöll varð Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir íslandsmeistari í hástökki í flokki 15 ára stúlkna. Stefanía stökk yfir 1,54 m.
Guðmundur Smári Daníelsson hlaut silfurverðlaun í kúluvarpi en hann varpaði kúlunni 12,25 m en Guðmundur Smári keppir í flokki 16-17 ára pilta.

Til keppenda á MÍ 15-22 ára

posted Jan 7, 2014, 11:38 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Tilkynning til keppenda á MÍ 15-22 ára. 

Lagt af stað frá Boganum klukkan 16:00, föstudaginn 10. jan.
Gist á Hótel Capin í Reykjavík, morgunverður á hótelinu.

Keppendur greiða 10.000.-, innifalið í því er: rúta, gisting, morgunverður, keppnisgjöld og þjálfarakostnaður.

Þurfa sjálfa að nesta sig suður og á mótinu. Farið út að borða á laugardagskvöldi og fyrir það greiða keppendur sjálfir.

Heimferð verður svo að móti loknu á sunnudag.

1-10 of 43